Sækist eftir formannsembætti

Kristbjörg Þórisdóttir
Kristbjörg Þórisdóttir

Kristbjörg Þórisdóttir kandídatsnemi í sálfræði og varaformaður Landssambands framsóknarkvenna hefur ákveðið að bjóða sig fram til embættis formanns landssambandsins.

Kjörið fer fram á landsþingi Landssambands framsóknarkvenna sem haldið verður í félagsheimili Framsóknarflokksins í Grindavík helgina 3. og 4. september.

Þórey Anna Matthíasdóttir fráfarandi formaður Landssambands framsóknarkvenna hefur lýst því yfir að hún gefi ekki kost á sér til áframhaldandi setu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert