Umferð gengur greitt yfir Múlakvísl

Björgunarsveitarmaðurinn Birgir Birgisson býður fólki kaffisopa við Múlakvísl.
Björgunarsveitarmaðurinn Birgir Birgisson býður fólki kaffisopa við Múlakvísl. mbl.is/Sigurður Bogi

Tugir bíla bíða nú eftir að verða ferjaðir yfir Múlakvísl en að sögn blaðamanns Morgunblaðsins, sem staddur er á svæðinu, virðist ganga greitt að ferja bílana yfir ána.

„Þetta gengur ágætlega og það er stanslaust verið að ferja bæði fólk og bíla. Fólk er þolinmótt,“ segir lögreglumaðurinn Þorsteinn M. Kristinsson. Hann segir umferð hafa gengið áfallalaust fyrir sig í dag.

Einn til tveir bílar fara yfir ána í hverri ferð auk þess sem flutningar á fólki yfir ána hófust í morgun. Stór vatnatrukkur hefur verið fenginn til þess að sjá um fólksflutninga yfir ána. Þá bíða þess margir erlendir ferðamenn á bílaleigubílum að fá bíla sína ferjaða yfir.

Framkvæmdir við bráðabirgðabrú yfir Múlakvísl ganga vonum framar samkvæmt fréttatilkynningu frá Vegagerðinni. Ekki er þó unnt að tímasetja nákvæmlega hvenær verkinu verði endanlega lokið og hægt verði að hleypa umferð yfir brúna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert