Vilja Hringrás frá byggð

Eldsvoðinn í Hringrás í fyrrinótt.
Eldsvoðinn í Hringrás í fyrrinótt. mbl.is/Júlíus

Staðsetn­ing og ákvæði starfs­leyf­is end­ur­vinnslu­fyr­ir­tæk­is­ins Hringrás­ar í Kletta­görðum verða rædd og hugs­an­lega end­ur­skoðuð í kjöl­far elds­ins sem þar kom upp í fyrrinótt. Grun­ur leik­ur á að kveikt hafi verið í en allt til­tækt slökkvilið barðist við eld­inn í rúma sex tíma. Rann­sak­ar lög­regla nú málið.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Jón Viðar Matth­ías­son, slökkviliðsstjóri höfuðborg­ar­svæðis­ins, að magnið af gúmmíi sem logaði í hafi verið yfirþyrm­andi. Eðli­legt væri að skoða í fram­hald­inu hvort leyfi­legt magn sam­kvæmt starfs­leyfi sé ívið of mikið. Var magn gúmmís þó inn­an marka þegar Heil­brigðis­eft­ir­litið fór á staðinn í síðustu viku.

Ekki þurfti að rýma byggð í ná­grenn­inu eins og í stór­brun­an­um hjá fyr­ir­tæk­inu árið 2004. Engu að síður hyggst for­stjóri Hrafn­istu, sem hef­ur lengi viljað starf­sem­ina burt, end­ur­vekja þá kröfu í kjöl­far at­b­urðanna.

Ein­ar Ásgeirs­son, fram­kvæmda­stjóri Hringrás­ar, seg­ir fyr­ir­tækið hafa farið í öllu eft­ir starfs­leyf­inu og gott bet­ur. Það sé til í að skoða mál­in með yf­ir­völd­um en ekki sé víst að betri staðsetn­ing finn­ist.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert