Bæjarstjóri Akraness ósáttur við ritdóm

Árni Múli Jónasson, bæjarstjóri Akraness.
Árni Múli Jónasson, bæjarstjóri Akraness.

Árni Múli Jónasson, bæjarstjóri á Akranesi, er ósáttur við ritdóm Páls Baldvins Baldvinssonar um Sögu Akraness sem birtist í Fréttatímanum síðastliðinn föstudag.  Íhugar Árni Múli að fá lögmann bæjarins til að fara ofan í ritdóminn og það sem þar kemur fram.

Greint er frá þessu á fréttavefnum Skessuhorni.

„Í ritdómnum fer Páll Baldvin yfir efnistök og umbrot bókarinnar og finnur henni flest til foráttu. Í útdrætti Fréttatímans úr greininni segir t.d.: „Bókin er merkilegt sönnunargagn um lágt siðferðismat íslenskrar bókaútgáfu og ætti að vera fyrsta verk sýslumannsins á svæðinu að gera eintök bæjarstjórnarinnar á Akranesi upptæk í svo stóru þjófnaðarmáli. Er ekki lögregla á Akranesi?," segir meðal annars í frétt Skessuhorns.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert