Bæjarstjóri Akraness ósáttur við ritdóm

Árni Múli Jónasson, bæjarstjóri Akraness.
Árni Múli Jónasson, bæjarstjóri Akraness.

Árni Múli Jónas­son, bæj­ar­stjóri á Akra­nesi, er ósátt­ur við rit­dóm Páls Bald­vins Bald­vins­son­ar um Sögu Akra­ness sem birt­ist í Frétta­tím­an­um síðastliðinn föstu­dag.  Íhug­ar Árni Múli að fá lög­mann bæj­ar­ins til að fara ofan í rit­dóm­inn og það sem þar kem­ur fram.

Greint er frá þessu á frétta­vefn­um Skessu­horni.

„Í rit­dómn­um fer Páll Bald­vin yfir efnis­tök og um­brot bók­ar­inn­ar og finn­ur henni flest til foráttu. Í út­drætti Frétta­tím­ans úr grein­inni seg­ir t.d.: „Bók­in er merki­legt sönn­un­ar­gagn um lágt siðferðismat ís­lenskr­ar bóka­út­gáfu og ætti að vera fyrsta verk sýslu­manns­ins á svæðinu að gera ein­tök bæj­ar­stjórn­ar­inn­ar á Akra­nesi upp­tæk í svo stóru þjófnaðar­máli. Er ekki lög­regla á Akra­nesi?," seg­ir meðal ann­ars í frétt Skessu­horns.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert