Eins og í Disneylandi

Ferjað yfir Múlakvísl. Erlendir ferðamenn skemmta sér hið besta á …
Ferjað yfir Múlakvísl. Erlendir ferðamenn skemmta sér hið besta á leið yfir. mbl.is/Golli

Nokkur hundruð manns hafa verið ferjuð yfir Múlakvísl í dag, margir þeirra erlendir ferðamenn. Ganga flutningarnir fljótt fyrir sig og eru útlendingarnir spenntir yfir ævintýrinu að fara yfir ánna. Líkti einn þeirra ferðinni við Disneyland-skemmtigarðinn.

„Fyrir ferðamennina er þetta mjög skemmtilegt. Þetta er bara eins og einn ferðamannastaðurinn til viðbótar, alveg eins og Disneyland!“ segir hin spænska Pilar Mateo sem verið var að ferja vestur yfir ána. Aðrir lýsa selflutningunum sem hreinu ævintýri.

Nokkuð minni umferð hefur verið yfir ána en síðustu daga og engar biðraðir myndast. Var byrjað að flytja fólk yfir á tíunda tímanum í morgun. Búist er við að umferðin þyngist nú um miðjan dag enda von á áætlunarbílum fullum af fólki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka