Myndarlegur sigketill fannst rétt austur af Hamrinum er vísindamenn flugu yfir Lokahrygg til að leita upptaka hlaupsins sem kom í Köldukvísl í gærmorgun.
Mikil skjálftavirkni hefur verið undir Lokahrygg síðastliðið ár og í
vestanverðum Vatnajökli öllum. Virknin á Lokahrygg er aðallega í fjórum
þyrpingum, undir Skaftárkötlunum tveim og í tveim aðskildum þyrpingum
vestar. Sigketillinn er staðsettur yfir vestustu
jarðskjálftaþyrpingunni, segir á vef Veðurstofunnar.