Gengu út af fundi hvalveiðiráðsins

Saint Helier, höfuðborg Jersey, þar sem ársfundur hvalveiðiráðsins er haldinn.
Saint Helier, höfuðborg Jersey, þar sem ársfundur hvalveiðiráðsins er haldinn.

Fulltrúar Íslands, Japans, Noregs og nokkurra Karíbahafs- og Afríkuríkja gengu út af fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Jersey í dag til að mótmæla tillögu frá Brasilíumönnum og Argentínumönnum um hvalafriðunarsvæði í Suður-Atlantshafi.

Tómas Heiðar, formaður íslensku sendinefndarinnar, sagði við Útvarpið, að með þessu hefði verið komið í veg fyrir að greidd yrðu atkvæði um tillöguna, sem lögð var fram af Brasilíumönnum og Argentínumönnum.

Tillagan snýst um, að stofnað verði griðasvæði fyrir hvali í Atlantshafi sunnan miðbaugs. Tillagan er fyrst og fremst táknræn því fáir hvalir eru veiddir á þessum slóðum.

Tómas sagði, að tillagan hefði verið til umræðu í tengslum við málamiðlun, sem reynt var að ná um takmarkaðar hvalveiðar á síðasta ársfundi ráðsins en sú málamiðlun náði ekki fram að ganga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert