Í golfi í miðjum bænum

Golfiðkun tveggja pilta var stöðvuð í Kópa­vogi eft­ir að golf­kúla ann­ars þeirra hafnaði í bíl sem ekið var um götu í bæn­um. Eng­an sakaði að sögn lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu.

Lög­regl­an seg­ist að pilt­un­um hafi verið  gerð grein fyr­ir því, að heppi­leg­ast sé að leika golf á þar til gerðum völl­um. Kylf­ing­arn­ir ungu höfðu hins veg­ar svo mikla trú á eig­in getu, að  þeir drógu í efa að golf­kúla frá þeim hefði getað lent á bíln­um.

Eng­ir aðrir kylf­ing­ar voru hins veg­ar sjá­an­leg­ir á svæðinu og tel­ur lög­regla því lík­leg­ast að strák­arn­ir séu ekki eins góðir en þeir sjálf­ir halda.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert