Golfiðkun tveggja pilta var stöðvuð í Kópavogi eftir að golfkúla annars þeirra hafnaði í bíl sem ekið var um götu í bænum. Engan sakaði að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglan segist að piltunum hafi verið gerð grein fyrir því, að heppilegast sé að leika golf á þar til gerðum völlum. Kylfingarnir ungu höfðu hins vegar svo mikla trú á eigin getu, að þeir drógu í efa að golfkúla frá þeim hefði getað lent á bílnum.
Engir aðrir kylfingar voru hins vegar sjáanlegir á svæðinu og telur lögregla því líklegast að strákarnir séu ekki eins góðir en þeir sjálfir halda.