Höfnin ekki hönnuð fyrir Herjólf

Herjólfur siglir sína fyrstu ferð frá Vestmannaeyjum í Landeyjahöfn
Herjólfur siglir sína fyrstu ferð frá Vestmannaeyjum í Landeyjahöfn mbl.is/RAX

Í næstu viku verður ár liðið frá opn­un Land­eyja­hafn­ar. Nú er ljóst að mikl­ar frá­taf­ir hafa orðið á ferðum Herjólfs og höfn­in hef­ur því ekki staðið und­ir þeim vænt­ing­um sem menn höfðu í upp­hafi.

Til dæm­is var ekk­ert siglt til Land­eyja­hafn­ar frá fe­brú­ar til og með apríl.

Sigl­inga­stofn­un seg­ir niður­fell­ing­ar ferða Herjólfs til Land­eyja­hafn­ar til­komn­ar vegna dýp­is og erfiðleika við sigl­ing­ar fyr­ir utan höfn­ina. Í fyrsta lagi hafi höfn­in verið hönnuð fyr­ir grunnrist­ari ferju en Herjólf og í öðru lagi hafi gos­inu í Eyja­fjalla­jökli fylgt mikið hlaup í Markarfljót sem flutt hafi millj­ón­ir rúm­metra af sandi og ösku. Þá hafi þrálát­ar aust­læg­ar öldu­átt­ir flutt efnið fyr­ir höfn­ina. Sig­urður Áss Grét­ars­son, for­stöðumaður hafn­ar­sviðs Sigl­inga­stofn­un­ar, seg­ir að alltaf hafi verið gert ráð fyr­ir að dæla þyrfti úr höfn­inni.

Síðan Land­eyja­höfn var opnuð 20. júlí í fyrra hef­ur Herjólf­ur farið sam­tals 757 ferðir í Land­eyja­höfn. Ekki hef­ur alltaf verið hægt að sigla þangað og því hef­ur Herjólf­ur farið 336 ferðir til Þor­láks­hafn­ar.

Það tek­ur Herjólf rúm­an hálf­tíma að sigla milli Vest­manna­eyja og Land­eyja­hafn­ar. Hins veg­ar tek­ur um þrjá klukku­tíma að sigla milli Þor­láks­hafn­ar og Eyja og það sem af er ári hafa fleiri ferðast með Herjólfi held­ur en gerðist á heilu ári þegar ein­ung­is var siglt til Þor­láks­hafn­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert