Hvalaskoðun og hvalveiðar „fara fullkomlega saman“ í ferðaþjónustu sem sameinar það að skoða og snæða, að mati Tómasar H. Heiðar, fulltrúa Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu.
„Margir þeirra ferðamanna sem fara í hvalaskoðunarferðir leggja svo leið sína á veitingahús til að bragða á hvalkjöti,“ sagði Tómas í samtali við AFP fréttastofuna. Viðtalið var tekið á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins.
„Ég tel að það sé góð sönnun þess að þetta tvennt fer vel saman,“ sagði Tómas og var því á öðru máli en þeir sem segja að hvalveiðarnar dragi úr tekjum af hvalaskoðun.
Mörg hinna 89 aðildarlanda Alþjóðahvalveiðiráðsins, sérstaklega landa í Suður-Ameríku, bera fram þau rök að mögulegar tekjur af ferðamennsku séu mun meiri en arðurinn af hvalveiðum í atvinnuskyni og að þetta tvennt fari ekki vel saman.
Tómas taldi að á Íslandi styddu þessar atvinnugreinar hvor aðra.
„Jafnvel þótt við höfum auki hvalveiðar okkar á undanförnum árum er straumur ferðamanna til Íslands og þeir fara í hvalaskoðunarferðir sem aldrei fyrr. Þetta fer fullkomlega saman,“ sagði hann.