Sævar Ciesielski látinn

Sævar Ciesielski.
Sævar Ciesielski.

Sævar Marínó Ciesielski lést af slysförum í Kaupmannahöfn aðfaranótt miðvikudags, að því er kom fram í Fréttablaðinu í dag. Sævar var búsettur í borginni.

Sævar var 56 ára að aldri. Hann var einn sakborninganna í Geirfinnsmálinu svonefnda og var dæmdur í 17 ára fangelsi í Hæstarétti. Eftir að hafa afplánað dóminn beitti Sævar sér fyrir því að málið yrði tekið upp að nýju en því var ávallt hafnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert