Samtök ferðaþjónustunnar segja að það veki furðu meðal ferðaþjónustufyrirtækja að flugmenn boði nú yfirvinnubann á nýjan leik. Nú sé háannatími í greininni og allir leggist á eitt um að halda uppi umferð um Suðurland vegna náttúruhamfara.
„Menn trúa ekki að flugmönnum sé alvara. Samtök ferðaþjónustunnar treysta því að samið verði í tíma svo fyrirtækin þurfi ekki á nýjan leik að taka á móti afpöntunum vegna truflunar á flugi," segir í tilkynningu.