Brúin tilbúin um helgina

Frá brúarsmíði í gær
Frá brúarsmíði í gær mbl.is/Golli

Um­ferð verður hleypt yfir bráðabirgðabrúna yfir Múla­kvísl um helg­ina. Ekki ligg­ur ljóst fyr­ir hvort það verður á morg­un eða á sunnu­dag.

Múla­kvísl verður veitt und­ir nýja bráðabirgðabrú yfir ána klukk­an 17 í dag sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Vega­gerðinni en áður hafði staðið til að gera það næstu nótt. Vegna þessa verður gert tíma­bundið hlé á flutn­ing­um á bif­reiðum og fólki yfir ána á sama tíma eða klukk­an 17 en þeir hafa staðið yfir síðan klukk­an sjö í morg­un. 

Ekki ligg­ur end­an­lega fyr­ir hvenær um­ferð verður hleypt yfir nýju brúna fyrr en í fyrra­málið.

Brúarsmíði yfir Múlakvísl
Brú­ar­smíði yfir Múla­kvísl mbl.is/​Golli
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert