Flutningur á bifreiðum og fólki mun halda áfram í dag á milli klukkan 7:00 og 23:00 samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni nema annað verði ákveðið.
Fram kemur í tilkynningunni að rétt sé að árétta aðvegur F208 sé ófullkominn hálendisvegur, mjór og hlykkjóttur malarvegur sem ekki sé gerður fyrir þá miklu umferð sem fari þar um þessa dagana. Bent er á að hraðakstur geti fyrir vikið skapað mikla hættu á veginum og slysahættu. Er fólk eindregið hvatt til þess að sýna ábyrgð og varkárni. Þá er ekki mælt með því að fólk fari syðri leiðina, veg F210, nema það sé á nokkuð stórum jeppum.
Ákveðið hefur verið að gera undantekningu fyrir fólksflutningabifreiðar á Dómadalsleið og Fjallabaksleið nyrðri og heimila 10 tonna ásþunga en að öðru leyti hefur aðeins 7 tonna ásþungi verið leyfður þar.