Hættuleg höfn að vetri til

Herjólfur siglir sína fyrstu ferð frá Vestmannaeyjum í Landeyjahöfn
Herjólfur siglir sína fyrstu ferð frá Vestmannaeyjum í Landeyjahöfn mbl.is/RAX

For­stjóri Björg­un­ar ehf., Gunn­laug­ur Kristjáns­son, tel­ur það bæði hættu­legt og kostnaðarsamt að hafa Land­eyja­höfn opna á vet­urna. Skyn­sam­leg­ast sé að nýta höfn­ina sem sum­ar­höfn og þá viti Eyja­menn að hverju þeir ganga.

Í um­fjöll­un um Land­eyj­ar­höfn í Morg­un­blaðinu í dag tel­ur Gunn­laug­ur nær ómögu­legt að miða at­vinnu­rekst­ur út frá stop­ul­um vetr­ar­ferðum. Hann gjörþekk­ir aðstæður í Land­eyja­höfn þar sem Björg­un sá um stofn- og viðhalds­dýpk­un hafn­ar­inn­ar. Gunn­laug­ur seg­ir sand­b­urð í og við höfn­ina mun meiri en áætlan­ir hafi gert ráð fyr­ir, óháð gos­inu í Eyja­fjalla­jökli. Mjög erfiðar aðstæður séu til dýpk­un­ar á vet­urna.

Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­um, lít­ur svo á að Land­eyja­höfn sé ekki til­bú­in fyrr en hægt verði að sigla þangað allt árið. Fylgja þurfi mál­inu eft­ir.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert