Jarðskjálfti sem í fyrstu var talinn vera 3 stig reið yfir í Mýrdalsjökli klukkan 21:13 í kvöld. Upptök skjálftans voru í 6,1 km austur af Goðabungu sem er á Kötlusvæðinu.
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni á eftir að fara yfir gögn tengd skjálftanum en ekki hafa fleiri harðir skjálftar riðið yfir á þessu svæði í kvöld.
Uppfært klukkan 22:55
Þegar búið var að yfirfara mæla kom í ljós að skjálftinn var einungis smávægilegur og því engin hætta á ferð.
Allmargir jarðskjálftar voru á Mýrdalsjökli aðfararnótt laugardags fyrir viku síðan, en þeir voru allir litlir. Stærsti skjálftinn var um 2 af stærð.