Kínverjar kanna möguleika á fjárfestingum á Íslandi

Kínverska sendiráðið í Reykjavík.
Kínverska sendiráðið í Reykjavík. mbl.is/Golli

Tveir fulltrúar frá Þróunarbanka Kína (China Development Bank) hafa verið hér á Íslandi undanfarna tvo mánuði í þeim tilgangi að kanna fjárfestingar- og fjármögnunartækifæri fyrir Þróunarbankann hér á landi.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að Kínverjarnir tveir hafi farið af landi brott í síðustu viku, en tilkynntu Íslandsstofu að þeir kæmu aftur til landsins í ágúst. Þetta staðfesti Þórður H. Hilmarsson, forstöðumaður fjárfestingarsviðs Íslandsstofu, í samtali við Morgunblaðið í gær.

„Þessir fulltrúar frá Þróunarbanka Kína hafa verið hér á landi á vegum bankans í allmargar vikur. Við höfum átt fundi með þeim, út af hugsanlegu samstarfi. Þeir hringdu í okkur í síðustu viku og tilkynntu að þeir væru á förum, en þeir myndu koma aftur í ágúst. Þeir sögðust vera að fara í sumarfrí,“ sagði Þórður.

Hann kvaðst ekki vita hvort brottför Kínverjanna tengdist með einhverjum hætti því að hætt var við að forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, kæmi hingað til lands í opinbera heimsókn hinn 14. júlí, eða í gær.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert