Múlakvísl veitt undir nýja brú

Vegagerðin hefur hafist handa við að veita Múlakvísl undir nýja …
Vegagerðin hefur hafist handa við að veita Múlakvísl undir nýja bráðabirgðabrú yfir ána. mbl.is/Jónas Erlendsson

Nú fyrir stuttu var hafist handa við að veita Múlakvísl undir nýja bráðabirgðabrú yfir ána. Tímabundið hlé var gert á flutningum á bifreiðum og fólki yfir ána á meðan en þeir hafa staðið yfir frá því í morgun.

„Um fimmleytið hleyptum við síðustu bílunum og fólki yfir og nú er smám saman verið að veita ánni. Þetta gengur vel,“ segir G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Hann gat ekki sagt fyrir um hve langan tíma framkvæmdin myndi taka en áætlað er að flutningar á bílum og fólki muni hefjast aftur innan þriggja til fjögurra tíma.

Vegagerðin tilkynnti fyrr í dag að umferð verður hleypt yfir bráðabirgðabrúna yfir Múlakvísl um helgina en ekki liggur ljóst fyrir hvenær það verður.

 „Það er engin spurning að umferð verður hleypt yfir brúnna um helgina. Núna er verið að setja vegrið og slitgólf á brúnna en í nótt er áætlað að vinna að vegtengingunni austan megin við,“ segir G. Pétur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka