Gekk berserksgang og stakk mann með hníf

mbl.is/Júlíus

Karlmaður gekk berserksgang á veitingahúsi við Laugaveg rétt eftir miðnætti í nótt og stakk annan mann með hníf í hálsinn. Sá sem fyrir hnífnum varð var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild til aðhlynningar. 

Skömmu síðar var maður handtekinn af lögreglu grunaður um verknaðinn. Ekki er vitað hvað manninum gekk til að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en málið er í rannsókn.

Þá liggur ekki fyrir á þessari stundu um ástand mannsins sem varð fyrir hnífnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka