„Þetta er bara ömurlegt“

Erna Hauksdóttir
Erna Hauksdóttir mbl.is

„Það er nú búið að ganga nóg á í ferðaþjónustunni í ár, náttúruhamfarir og fleira, þó þetta bætist ekki við,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, um þá ákvörðun flugmanna að setja að nýju á yfirvinnubann vegna kjaradeilu við Icelandair.

„Það fráleitt að sú stétt sem hæst hefur launin í ferðaþjónustunni skuli ætla að eyðileggja fyrir ferðaþjónustunni á háannatíma. Þetta er bara ömurlegt.“

Erna segist treysta því að flugmenn og Icelandair semji áður en yfirvinnubann flugmanna tekur gildi, en það á að taka gildi kl. 14 á þriðjudag.

Samningafundur hófst í deilunni hjá ríkissáttasemjara í morgun. Engin tíðindi eru á fundinum. Ekki veriður fundað í deilunni um helgina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert