„Samkvæmt lögum eiga fatlaðir rétt á búsetu við hæfi, enginn á að þurfa að búa á stofnun. Sautján manns á Kleppi bíða nú eftir búsetuúrræðum.
Það er rúmlega helmingur af sólarhringsplássum sem við höfum þar til endurhæfingar, en endurhæfingu sem við getum sinnt á viðkomandi stofnun er í tilfelli þessara einstaklinga lokið, aðrir komast ekki í plássin og biðin gerir illt verra“.
Þetta segir Páll Matthíasson, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, í ítarlegri umfjöllun um geðheilbrigðismál í Sunnudagsmogganum.
Páll telur kerfið hafa náð þolmörkum sínum. „Þar sem við höfum svo fá legurými á geðdeildum, samanborið við það sem við þurfum og samanborið við önnur lönd, verður ekki gengið lengra í því að loka geðdeildum. Fé til frekari búsetuúrræða verður að koma annars staðar úr velferðarkerfinu.“