Fylktu liði yfir brú

Verktakar, brúarvinnuflokkar og björgunarsveitarmenn fylktu liði yfir brúna í dag.
Verktakar, brúarvinnuflokkar og björgunarsveitarmenn fylktu liði yfir brúna í dag. mbl.is/Jónas Erlendsson

Brú­ar­vinnu­flokk­ar, verk­tak­ar, björg­un­ar­sveit­ar­menn og aðrir í ferju­flutn­ing­um gengu fylktu liði yfir nýju brúna yfir Múla­kvísl klukk­an rétt rúm­lega tólf í dag, laug­ar­dag.

Ein­ung­is er liðin ein vika frá því að hlaup hreif brúna frá 1990 með sér. Jafn­framt er ein vika liðin síðan brú­ar­sér­fræðing­ar Vega­gerðar­inn­ar ákváðu með hvaða hætti yrði fram­kvæmt, og hvernig brú­in yrði og hvar. 

Niðurstaðan var 156 metra löng stál­bita­brú, reist á tréstaur­um og með tré­gólfi. Fyrsti bíll yfir brúna var bíll inn­an­rík­is­ráðherra Ögmund­ar Jónas­son­ar en með hon­um í för var Össur Skarp­héðins­son, ut­an­rík­is­ráðherra, og vega­mála­stjóri Hreinn Har­alds­son.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert