Fylktu liði yfir brú

Verktakar, brúarvinnuflokkar og björgunarsveitarmenn fylktu liði yfir brúna í dag.
Verktakar, brúarvinnuflokkar og björgunarsveitarmenn fylktu liði yfir brúna í dag. mbl.is/Jónas Erlendsson

Brúarvinnuflokkar, verktakar, björgunarsveitarmenn og aðrir í ferjuflutningum gengu fylktu liði yfir nýju brúna yfir Múlakvísl klukkan rétt rúmlega tólf í dag, laugardag.

Einungis er liðin ein vika frá því að hlaup hreif brúna frá 1990 með sér. Jafnframt er ein vika liðin síðan brúarsérfræðingar Vegagerðarinnar ákváðu með hvaða hætti yrði framkvæmt, og hvernig brúin yrði og hvar. 

Niðurstaðan var 156 metra löng stálbitabrú, reist á tréstaurum og með trégólfi. Fyrsti bíll yfir brúna var bíll innanríkisráðherra Ögmundar Jónassonar en með honum í för var Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og vegamálastjóri Hreinn Haraldsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert