Harðbannað að vera vondur við býflugur

Býfluga.
Býfluga.

Býflugur, smokkfiskar og tífætlukrabbar munu heyra undir ný lög um dýravelferð, en frumvarp til laganna er svo gott sem tilbúið í landbúnaðarráðuneytinu. Annars nær gildissvið laganna til allra hryggdýra og fullþroskaðra fóstra þeirra.

Í frumvarpinu er það nýmæli að löggjafinn viðurkennir sjálfstæðan tilverurétt þeirra dýra sem maðurinn hagnýtir sér til vöruframleiðslu og er kveðið á um rétt þeirra til velferðar í víðtækum skilningi, svo sem að vera laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir, að stjórnsýslan verði öll einfölduð og hún öll færð undir hatt Matvælastofnunar. Hingað til hafi dýrin að nokkru leyti gleymst á milli stofnana í kerfinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert