Icesave til EFTA-dómstólsins í haust

mbl.is/Ómar

Bretar og Hollendingar hafa ekki sent íslenskum stjórnvöldum nein bréf um Icesave-málið frá því Icesave-samningarnir voru felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu í vor.

Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, segir að eftir atkvæðagreiðsluna hafi verið rætt við samningamenn Breta og Hollendinga um hvaða þýðingu atkvæðagreiðslan hefði. „Þar fyrir utan hafa engin samskipti verið við Breta og Hollendinga.“

Í umfjöllun um Icesave í Morgunblaðinu í dag segir, að ESA hafi hótað að vísa málinu til EFTA-dómstólsins ef Íslendingar greiði ekki lágmarkstryggingu. Það muni væntanlega gerast í september.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert