Laugavegshlaupinu er lokið. Hlaupið, sem nú var haldið í fimmtánda skipti, er 55 km utanvegahlaup milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Það fór fram í sól og blíðu í dag.
Als lögðu 306 hlauparar af stað úr Landmannalaugum í morgun og komu 289 hlauparar í mark í Þórsmörk. Þau sem ekki komu í mark þurftu ýmist að stoppa vegna meiðsla eða komu ekki á skráningarstaði innan tímamarka og voru því stoppaðir af.
Veðrið á hlaupaleiðinni var eiginlega of gott því nokkrir hlauparar þurftu að fá vökva í æð þegar þeir komu í mark útaf hitanum. Flestir voru þó vel á sig komnir þegar þeir komu í mark og nutu þess að borða góðan grillmat í góðviðrinu í Þórsmörk.
Eins og áður hefur komið fram voru sigurvegarar hlaupsins þau Alexandre Vuistiner og Guðbjörg Margrét Björnsdóttir.
Heildarúrslit má finna hér: http://marathon.is/urslit/urslit-2011