Laugavegshlaupinu lokið

Frá Laugavegshlaupinu í morgun.
Frá Laugavegshlaupinu í morgun.

Lauga­vegs­hlaup­inu er lokið.  Hlaupið, sem nú var haldið í fimmtánda skipti, er 55 km ut­an­vega­hlaup milli Land­manna­lauga og Þórs­merk­ur. Það fór fram í sól og blíðu í dag.

Als lögðu 306 hlaup­ar­ar af stað úr Land­manna­laug­um í morg­un og komu 289 hlaup­ar­ar í mark í Þórs­mörk. Þau sem ekki komu í mark þurftu ým­ist að stoppa vegna meiðsla eða komu ekki á skrán­ing­arstaði inn­an tíma­marka og voru því stoppaðir af. 

Veðrið á hlaupaleiðinni var eig­in­lega of gott því nokkr­ir hlaup­ar­ar þurftu að fá vökva í æð þegar þeir komu í mark útaf hit­an­um. Flest­ir voru þó vel á sig komn­ir þegar þeir komu í mark og nutu þess að borða góðan grill­mat í góðviðrinu í Þórs­mörk. 

Eins og áður hef­ur komið fram voru sig­ur­veg­ar­ar hlaups­ins þau Al­ex­andre Vuist­iner og Guðbjörg Mar­grét Björns­dótt­ir.

Heild­ar­úr­slit má finna hér: http://​mar­at­hon.is/​urslit/​urslit-2011
 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert