Líklegt gabb á Rifi

Frá vettvangi líklegs gabbs á Rifi.
Frá vettvangi líklegs gabbs á Rifi. Alfons Finnsson

Slökkvilið og lögregla í Ólafsvík fengu tilkynningu rétt fyrir klukkan átta í morgun um eld í íbúðarhúsi á Rifi. Þegar komið var á staðinn, var enginn eldur og enginn ummerki um að kviknað hefði í, en eldurinn síðan slökktur. Slökkviliðsstjóri segir að líklega hafi verið um gabb að ræða.

„Það bendir allt til þess að þetta hafi verið gabb, þó ég geti ekkert fullyrt um það, “segir Svanur Tómasson, slökkviliðsstjóri í Ólafsvík.

„En við gerum bara gott úr þessu og lítum á þetta sem góða æfingu, það þýðir ekkert annað.  Þetta var líka á kristilegum tíma í góðu veðri.“


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert