Ólafur Elíasson skilar verðlaunum

Ólafur Elíasson.
Ólafur Elíasson. mbl.is/Ómar

Myndlistarmaðurinn Ólafur Elíasson hefur ákveðið að skila þýsku Quadriga verðlaununum, sem hann fékk á síðasta ári, í mótmælaskyni en Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, hlýtur verðlaunin í ár.

Quadriga verðlaunin eru árlega veitt fjórum einstaklingum eða hópum fyrir brautryðjendastörf í stjórnmálum, efnahagsmálum og menningarmálum.

Ólafur segir við blaðið Frankfurter Allgemeine, að hann eigi stöðugt erfiðara með að samsama sig þessum verðlaunum eftir að tilkynnt var að Pútín hljóti þau í ár.

Fram kemur á vef Berlingske að meðal fyrri verðlaunahafa eru breski arkitektinn Norman Foster, Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, Hamid Karzai, forseti Afganistans, Helmut Kohl, fyrrum kanslari Þýskalands, Silvía Svíadrottning, breski tónlistarmaðurinn Peter Gabriel og Mikhaíl Gorbatjov, fyrrum forseti Sovétríkjanna.

Draga verðlaun til Pútíns til baka

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert