Björgvin Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, telur að taka eigi upp Geirfinnsmálið að nýju. Segir hann í pistli á Pressunni: „Ekkert réttlæti er til í málinu nema endurupptaka þess.“
Í pistlinum rekur Björgvin kynni sín af Sævari Ciesielski og segir lífshlaup Sævars harmrænt og dramatísk.
„Hamfarakennt æði rann á hluta stjórnvalda, fjölmiðla og þjóðarinnar árið 1976 þegar Guðmundar- og Geirfinnsmálin stóðu sem hæst. Í því skelfingarfári kom flest það versta saman í einu úr mörgum áttum sem leiddi til sektardómanna þungu fjórum árum síðar.
Málin eru án efa sérstæðustu sakamál sem upp hafa komið hérlendis. Alltaf hefur skuggi þess að í þeim hafi dómsmorð verið framið að gengnum pyntingum og harðræði sem ekki voru dæmi um í íslensku réttarfari öldum saman.