Brúin kostar 30 milljónir

mbl.is/Jónas Erlendsson

Brú­in sem reist var til bráðabirgða yfir Múla­kvísl kost­ar um 30 millj­ón­ir króna. Vinna við veg­teng­ing­ar, vatns­veitu og fólks­flutn­inga kost­ar annað eins. Þetta kom fram í há­deg­is­frétt­um RÚV.

Nýja brú­in verður tí­falt dýr­ari en bráðabirgðabrú­in. Smíði bráðabirgðabrú­ar yfir Múla­kvísl lauk á föstu­dags­kvöldið og var brú­in opnuð fyr­ir um­ferð í há­deg­inu í gær. Hreinn Har­alds­son vega­mála­stjóri seg­ir í sam­tali við RÚV að ekki hafi gef­ist ráðrúm til að ljúka við út­reikn­ing á kostnaðinum en þó sé hægt að áætla hann. Að sögn Hreins kosta aðgerðir síðustu viku sam­an­lagt á bil­inu 60 til 70 millj­ón­ir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert