Brúin kostar 30 milljónir

mbl.is/Jónas Erlendsson

Brúin sem reist var til bráðabirgða yfir Múlakvísl kostar um 30 milljónir króna. Vinna við vegtengingar, vatnsveitu og fólksflutninga kostar annað eins. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV.

Nýja brúin verður tífalt dýrari en bráðabirgðabrúin. Smíði bráðabirgðabrúar yfir Múlakvísl lauk á föstudagskvöldið og var brúin opnuð fyrir umferð í hádeginu í gær. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir í samtali við RÚV að ekki hafi gefist ráðrúm til að ljúka við útreikning á kostnaðinum en þó sé hægt að áætla hann. Að sögn Hreins kosta aðgerðir síðustu viku samanlagt á bilinu 60 til 70 milljónir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert