Stór jarðýta vinnur nú sunnan við brúna yfir Múlakvísl, við að veita jökulvatninu frá þjóðvegi eitt.
Vestan við Múlakvísl er áin að brjóta land í vestur og nálgast malbik þjóðvegarins. Landbrotið gengur hratt fyrir sig en Vegagerðin vinnur að því að stöðva ánna og landbrotið.
Verið er að ýta upp garði til að varnar þjóðveginum með stórri jarðýtu til að stýra ánni frá. Að svo stöddu ganga aðgerðir vel.