Mennirnir þrír fundnir

mbl.is/Kristján

Feðgar sem björg­un­ar­sveit­ir Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar hafa leitað að nú í kvöld eru fundn­ir.

Menn­irn­ir fund­ust nú rétt fyr­ir klukk­an átta í kvöld. Menn­irn­ir, sem ætluðu í göngu í Klukku­sk­arði, virðast hafa villst á leið sinni. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á Sel­fossi fund­ust þeir í norðan­verðum Hrúta­dal und­ir Hrútatindi. Staður­inn er í 3 km loftlínu frá bíl feðganna, sem fannst fyrr í dag, en ekki er hægt að fara þá leið enda tor­fært lands­lag.

Fyrr í dag hafði bíll feðgana fund­ist und­ir Klukkut­ind­um. Björg­un­ar­sveit­ir, leit­ar­hund­ar og þyrla Lands­helg­is­gæsl­unn­ar tóku þátt í leit­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert