Nýjar íslenskar í verslanir

Bændur á Seljavöllum í Hornafirði eru farnir að taka upp kartöflur. Þeir sendu kartöflurnar af stað til Reykjavíkur í dag og verða þær komnar í verslanir á morgun.

Kartöfluspretta er þremur vikum á eftir venjulegu sumri í ár vegna kuldans fyrr í sumar. Gera kartöflubændur ekki ráð fyrir mikilli uppskeru í haust þar sem næturfrost hafa haft slæm áhrif á sprettuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert