Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í viðtalsþætti á Bylgjunni í dag, að sú saga gengi að Byr hefði verið seldur Íslandsbanka á 15 milljarða króna.
„Það hefur ekki verið hægt að staðfesta það en það virðist þó allavega ljóst að ríkið hefur ekki fengið til baka allt sem það lagði í bankann fyrir sín 15%. Ef þessi upphæð er rétt, þá er fróðlegt að vita hvað kom í hlut ríkisins og hvers vegna það nær ekki sínu fjármagni til baka," sagði Sigmundur Davíð í þættinum Reykjavík síðdegis.
Hann sagði, að menn hefðu lýst því yfir opinberlega, að aðalástæðan fyrir því að Íslandsbanki geti keypt Byr sé sú að eiginfjárhlutfall bankans hafi styrkst svo mikið, að hann geti tekið yfir þá 130 milljarða af innlánum, sem séu í Byr og þurfti ekki nýtt hlutafé. En ástæðan fyrir því að eigið fé Íslandsbanka hafi styrkst svona miðið sé að bankinn hafi verið að uppfhæra matið á lánasafni sínu.