Stjórnlagaráð hefur lagt fram fyrstu drög að nýrri stjórnarskrá á grundvelli svokallaðs áfangaskjals.
Drögin sem nú liggja fyrir eru afrakstur vinnu ráðsins frá því það hóf störf 6. apríl síðastliðinn. Fram undan eru umræður um breytingartillögur á ráðsfundum um drögin og má gera ráð fyrir að frumvarpið taki nokkrum breytingum við þær. Stefnt er að því að skila verkinu til forseta Alþingis 29. júlí.