Eldsneytisverð hækkar

Tvö olíufélög, N1 og Olís, hafa hækkað verð á eldsneyti í kvöld. Lítraverð á bensíni hækkar um 3 krónur og er 242,90 krónur en dísilolían hækkar um 2 krónur og er verðið nú það sama og verð á bensíni, 242,90 krónur. 

Ódýrasta eldsneytið er nú hjá Orkunni þar sem bensínlítrinn kostar 239,60 krónur og dísilolían 240,60. Hjá Atlantsolíu og ÓB er bensínverðið 0,10 krónum hærra. 

Eldsneytisverð hefur hækkað stöðugt á þessu ári. Það hækkaði fyrst á nýársdag, 1. janúar, og algengt verð var þá 210,10 krónur á bensínlítra og 211,50 krónur á dísilolíulítra.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert