Kúabændur vilja hækkun

Skepnum sinnt.
Skepnum sinnt. mbl.is/Skapti

Kúabændur telja þörf á hækkun afurðaverðs til sín á næstunni. Kjötverð til bænda hefur hækkað um allt að 25% sl. árið og verð á mjólk tvívegis um rúmar fjórar krónur.

„Þetta þarf að vera meira,“ segir Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda í Morgunblaðinu í dag, og vísar til þess, að öll aðföng búrekstrar hafi hækkað mikið í verði að undanförnu en tekjur ekki í sama hlutfalli. Bændur haldi því að sér höndum og hyggist ekki auka kjötframleiðslu.

Sauðfjárbændur kynntu fyrir helgina hækkun viðmiðunarverðs lambakjöts um fjórðung. Því hefur forysta ASÍ mótmælt en bændur telja þau viðhorf ósanngjörn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert