Sífellt fleiri risakettir finnast á Íslandi

Þessir teljast ekki til risakatta.
Þessir teljast ekki til risakatta.

Sífellt fleiri Íslendingar velja sér ketti af tegundinni Maine coon en þeir eru engin smásmíði, verða allt að 10 til 12 kg og nýfæddur er kettlingur af Maine coon-tegund jafn stór hefðbundnum heimilisketti. Þeir hafa verið ræktaðir hérlendis frá árinu 2003 og kosta á bilinu 100 til 120.000 krónur.

Söngkonan María Björk Sverrisdóttir á tvo Maine coon-ketti, þau Pjakk og Pílu, og hyggst nú rækta slíka ketti. Hún segir þá afar blíða og að atferli þeirri minni frekar á hunda. Þeir fylgi henni hvert fótmál heima fyrir og fylgist vel með því sem hún sé að gera.

Í umfjöllun um risaketti í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að stærðinni fylgja líka ókostir. Helga Finnsdóttir dýralæknir segir Maine coon ketti kljást við ýmislegt sem ekki hrjái hefðbundna ketti eins og t.d. mjaðmalos. Að þessu leyti svipi þeim einnig meira til hunda heldur en katta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka