Togaraútgerðin skipti sköpum

Séra Hjálmar Jónsson annaðist helgistund. Togarasjómennirnir Matthías Eiðsson og Arnór …
Séra Hjálmar Jónsson annaðist helgistund. Togarasjómennirnir Matthías Eiðsson og Arnór Jón Sveinsson, sem voru heiðraðir á hátíðinni, lögðu blómsveig að minnisvarða um drukknaða- og týnda sjómenn.

Hátíð tog­arajaxla, sem hald­in var á Ak­ur­eyri um helg­ina, bein­ir því til bæj­ar­stjórn­ar Ak­ur­eyr­ar að hún láti reisa „veg­leg­an minn­is­varða
um tog­ara­út­gerð í bæn­um, með sér­stakri skír­skot­un í gömlu síðutog­ar­ana“.

Fjöldi fyrr­ver­andi tog­ara­sjó­manna samþykkti til­lögu þessa efn­is til bæj­ar­stjórn­ar Ak­ur­eyr­ar á hátíðinni á föstu­dags­kvöld. Kjart­an Ásmunds­son, sem lengi var tog­ara­sjó­maður, er einn þeirra sem bar  hug­mynd­ina að minn­is­varðanum fram.

„Við bár­um þetta und­ir fé­lag­ana í Sjall­an­um og það var samþykkt af öll­um viðstödd­um,“ sagði Kjart­an. Hann kveðst mæla fyr­ir munn margra sem finnst full ástæða til að minn­ast út­gerðar síðutog­ar­anna sem olli bylt­ingu í at­vinnu­hátt­um lands­manna og ekki síst Ak­ur­eyr­inga.

„Best hefði verið að geyma einn ný­sköp­un­ar­tog­ar­ann og gera hann upp með það að mark­miði að hann stæði á Ak­ur­eyri sem minn­is­varði um þenn­an mik­il­væga þátt í bæj­ar­sög­unni,“ sagði Kjart­an.

„Menn gleymdu því en mundu eft­ir öðru. Minn­is­varðinn á að minna okk­ur á þá sem hafa dregið björg í bú og skapað at­vinnu og vel­meg­un á Ak­ur­eyri sem og ann­ars staðar.  Íslenska tog­ar­sjó­menn, fyrr og nú.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka