Togaraútgerðin skipti sköpum

Séra Hjálmar Jónsson annaðist helgistund. Togarasjómennirnir Matthías Eiðsson og Arnór …
Séra Hjálmar Jónsson annaðist helgistund. Togarasjómennirnir Matthías Eiðsson og Arnór Jón Sveinsson, sem voru heiðraðir á hátíðinni, lögðu blómsveig að minnisvarða um drukknaða- og týnda sjómenn.

Hátíð togarajaxla, sem haldin var á Akureyri um helgina, beinir því til bæjarstjórnar Akureyrar að hún láti reisa „veglegan minnisvarða
um togaraútgerð í bænum, með sérstakri skírskotun í gömlu síðutogarana“.

Fjöldi fyrrverandi togarasjómanna samþykkti tillögu þessa efnis til bæjarstjórnar Akureyrar á hátíðinni á föstudagskvöld. Kjartan Ásmundsson, sem lengi var togarasjómaður, er einn þeirra sem bar  hugmyndina að minnisvarðanum fram.

„Við bárum þetta undir félagana í Sjallanum og það var samþykkt af öllum viðstöddum,“ sagði Kjartan. Hann kveðst mæla fyrir munn margra sem finnst full ástæða til að minnast útgerðar síðutogaranna sem olli byltingu í atvinnuháttum landsmanna og ekki síst Akureyringa.

„Best hefði verið að geyma einn nýsköpunartogarann og gera hann upp með það að markmiði að hann stæði á Akureyri sem minnisvarði um þennan mikilvæga þátt í bæjarsögunni,“ sagði Kjartan.

„Menn gleymdu því en mundu eftir öðru. Minnisvarðinn á að minna okkur á þá sem hafa dregið björg í bú og skapað atvinnu og velmegun á Akureyri sem og annars staðar.  Íslenska togarsjómenn, fyrr og nú.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert