Þrír félagar úr hjálparsveitinni Dalbjörg aðstoðuðu ferðalang á hjóli sem fastur var á hálendinu síðdegis í gær. Þetta kemur fram á vefsíðu Dalbjargar.
Ferðalangurinn, sem var Svisslendingur, hafði fest hjólið sitt í sandbleytu skammt sunnan við Urðarvötn og brotið af því kúplingshandfang.
Hjálparsveitarmenn losuðu hjólið og dunduðu sér við að steypa upp kúplingshandfangið með málmkýtti þannig að hjólið var ökufært á ný.
Ferðamanninum var síðan fylgt til baka inn á leiðina um Eyjafjarðardal.