Ætla í kringum Norðurpólinn

Báturinn vekur athygli enda ekki venjuleg smíði.
Báturinn vekur athygli enda ekki venjuleg smíði. mbl.is/Eggert

Rússnesk þríbytna, Rus að nafni, sem kom til Reykjavíkur um miðjan dag í gær, er í hringferð um Norðurpólinn. Hjá Faxaflóahöfnum fengust upplýsingar um að báturinn hafi lagt af stað hingað frá St. Pétursborg 10. júní.

Báturinn verður hér í nokkra daga og liggur í Vesturhöfninni, nálægt Sjóminjasafninu. Hann mun síðan halda vestur um haf til Grænlands á leið sinni í kringum Norðurheimskautið. Leiðangurinn er kenndur við Orion.

Heimasíða Orion leiðangursins

Fleyið liggur í Vesturhöfninni.
Fleyið liggur í Vesturhöfninni. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka