Álögur hækka en tekjur aukast ekki

Álögur á eldsneyti hafa aukist mikið síðustu ár á Íslandi …
Álögur á eldsneyti hafa aukist mikið síðustu ár á Íslandi en tekjur standa í stað. mbl.is/Friðrik

Álögur hins opinbera á bensín og olíu hækkuðu um síðustu áramót en tekjur af skattlagningu á eldsneyti hafa hins vegar staðið í stað á fyrstu fimm mánuðum þessa árs.

Þetta kemur fram í greiðsluafkomu ríkissjóðs frá janúar til maí 2011, en fjallað er um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Þar segir að eldsneytisverð sé í sögulegu hámarki og fyrstu helgina í júlí, sem jafnan er ein mesta ferðahelgi ársins, hafi umferðin dregist saman um 11% á hringveginum.

Í skýrslu starfshóps sem stjórnvöld settu á laggir til að skoða aðgerðir vegna hækkandi eldsneytisverðs var ekki lagt til að draga úr álögum ríkisins til að koma til móts við neytendur. Álagning ríkisins hefur hækkað um 8% frá árinu 2010 og 46,5% frá 1999.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert