Ganga um slóðir vinstrimanna

Þjóðviljinn var lengi til húsa við Skólavörðustíg.
Þjóðviljinn var lengi til húsa við Skólavörðustíg.

Ljósmyndastafn Reykjavíkur stendur á fimmtudagskvöld fyrir sérstakri sögugöngu um söguslóðir vinstrimanna í Reykjavík. Munu hjónin Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, og Guðrún Ágústsdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar, leiða gönguna.

Samkvæmt upplýsingum frá ljósmyndasafninu verður meðal annars gengið að Alþýðuhúsinu þar sem verkalýðssamtök, Alþýðuflokkurinn og Alþýðublaðið voru til húsa.

Þá verður saga Þjóðviljans rakin en  blaðið var til húsa við Skólavörðustíg 19 í áratugi. Svavar var ritstjóri blaðsins lengi.

Einnig verður gengið að húsi Máls og menningar og Fjalakettinum en þar var Bröttugötusalurinn þar sem Kommúnistaflokkur Íslands hélt marga fundi sína. Í Vinaminni við Mjóstræti höfðu Samtök hernámsandstæðinga skrifstofur um skeið.

Göngunni lýkur við Tjarnargata 20 þar sem Sósíalistaflokkurinn var til húsa lengi. Á leiðinni þangað verður talað um Bárubúð sem stóð þar sem ráðhúsið er nú.

Lagt verður af stað klukkan 20 úr Grófinni milli Tryggvagötu 15 og 17. Þátttaka er ókeypis.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka