Lambið er 14% dýrara

mbl.is/Árni Torfason

Hækk­un á heims­markaðsverði lamba­kjöts skýr­ir að nokkru leyti að sauðfjár­bænd­ur þrýsta nú á um hækk­un á verði til bænda, en verðið hef­ur hækkað um 50% frá árs­byrj­un 2008. Ef tekið er til­lit til geng­is­breyt­inga er hækk­un­in 135%.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir, að þó að slát­ur­leyf­is­haf­ar hafi ekki enn birt verðskrár sín­ar sé ljóst að verðið mun a.m.k. hækka um 14% vegna þess að þeir greiddu bænd­um upp­bót á verðið sem þeir til­kynntu sl. haust og einnig hækkuðu þeir verð til bænda um 10% við síðustu páskaslátrun. Lands­sam­tök sauðfjár­bænda vilja hins veg­ar 25% hækk­un.

Á síðustu þrem­ur árum hækkaði verð á lamba­kjöti um 8% sem er langt und­ir hækk­un vísi­tölu neyslu­verðs, sem hef­ur hækkað um 23,5%. Svína­kjöt og kart­öfl­ur hafa lækkað í krón­um talið á þessu tíma­bili. Fisk­ur hef­ur hins veg­ar hækkað um 35%, mjólk um 22%, brauð og korn­vör­ur um 36,3%, ávext­ir um 39,3%, græn­meti um 21%, syk­ur um 75%, kaffi um 55% og gos­drykk­ir um 39%.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka