Líflegri Laugavegur eftir að bílum fækkaði

Hluti Laugavegar er nú ætlaður umferð gangandi og hjólandi en …
Hluti Laugavegar er nú ætlaður umferð gangandi og hjólandi en ekki bílum, nema að takmörkuðu leyti. mbl.is/Ómar

Sú tilraun að gera hluta af Laugaveginum að göngugötu hefur skilað sér í líflegra götulífi ef marka má mælingar sem gerðar hafa verið, samkvæmt frétt á vef Reykjavíkurborgar. Þar eru bornar saman tölur milli júní og júlí.

Þær sýna að gangandi og hjólandi vegfarendum hefur á síðustu vikum fjölgað umtalsvert á göngugötunni sem markast af Vatnsstíg og Skólavörðustíg.

Þannig voru gangandi vegfarendur á degi hverjum í byrjun júní um níu þúsund á mörkum Laugavegar og Skólavörðustígs en tæplega fjórtán þúsund þegar talið var þriðjudaginn 12. júlí. Mælingar staðfesta jafnframt að fleiri fara inn í flestar verslanir við göngugötuna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka