N1 hefur lækkað eldsneytisverð á ný en félagið hækkaði verð á bensíni um 3 krónur og dísilolíu um 2 krónur lítrann í gær. Í millitíðinni hafa öll félög nema Orkan fylgt í kjölfar N1 og hækkað verðið.
Lítrinn bæði af bensíni og dísilolíu kostar nú 239,90 krónur á stöðvum N1. Hjá Orkunni er verðið 0,30 krónum hærra.