Nýr sæstrengur lagður

Emerald Express Cable from Emerald Atlantis Ltd.
Emerald Express Cable from Emerald Atlantis Ltd.

Skrifað hefur verið undir samning um lagningu á nýjum sæstreng til gagnaflutninga á milli Íslands, Norður-Ameríku, Bretlandseyja og meginlands Evrópu. Sæstrengurinn er sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum og mun bæta mjög gagnaflutning og styðja við uppbyggingu gagnavera á Íslandi.

Að samningnum standa fyrirtækin Emerald Atlantis og TE Subcom, en það síðarnefnda hefur um árabil verið brautryðjandi í neðansjávarsamskiptatækni.

„Þetta er tímamótasamningur fyrir upplýsingatækniiðnaðinn á Íslandi og almenning og fyrirtæki. Verið er að tengja Ísland við Bandaríkin og Kanada en slík tenging er í raun ekki til staðar í dag,“ segir Þorvaldur Sigurðsson fulltrúi Emerald Atlantis á Íslandi.

Þorvaldur segir að einkum tvennt sé athyglisvert við nýja sæstrenginn, bæði stærðargráðan, það er hve mikið magn verður hægt að flytja á milli Evrópu og Bandaríkjanna en einnig lega kapalsins, en nýja tengingin mun verða sú hraðasta á milli London og New York.

Undirbúningur verkefnisins hefur staðið yfir í um þrjú ár. Bandarískir, íslenskir og breskir fjárfestar munu styðja við verkefnið en það mun kosta um tugi milljarða króna.

Sjávarbotnsrannsóknir verða gerðar í sumar og sæstrengurinn verður framleiddur í vetur. Til stendur að leggja hann í sjó árið 2012 og stefnt er að því að að hann verði tekinn í notkun seint sama ár.

Þorvaldur Sigurðsson fulltrúi Emerald Atlantis á Íslandi segir að um …
Þorvaldur Sigurðsson fulltrúi Emerald Atlantis á Íslandi segir að um sé að ræða tímamótasamning.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka