Skrifað undir nýjan kjarasamning

mbl.is/Friðrik

Skrifað hefur verið undir nýjan kjarasamning milli Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu ríkissáttasemjara var sáttafundi að ljúka nú í kvöld og skrifað var undir nýjan kjarasamning kl. 20.30. 

Sáttafundur fulltrúa FÍA og Icelandair hafði staðið yfir frá því kl. 11 í morgun en þá hófst fundur að nýju eftir að honum hafði verið frestað kl. 1 í nótt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert