72% dýrara að kaupa reiðhjól

Ekki verður litið framhjá kostum þess að nota reiðhjól til …
Ekki verður litið framhjá kostum þess að nota reiðhjól til að komast leiðar sinnar. mbl.is/Heiðar

Verð á reiðhjólum hefur hækkað um 72,2% á síðustu þremur árum. Þetta er miklu meiri hækkun en á bílum sem hafa hækkað um 32,2% á sama tíma. Innflytjendur segja ýmsar skýringar á þessum hækkunum, s.s. gengisbreytingar, hækkun á flutningskostnaði og verðhækkanir erlendis.

Gríðarleg sprenging varð í innflutningi á reiðhjólum á árinu 2007, en þá seldust um 27 þúsund hjól. Síðustu ár hefur salan verið 13-14 þúsund hjól.

Ágúst Ágústsson, markaðsstjóri hjá GÁP, segir að fyrir hrun hafi margir verið að kaupa leiktæki þegar þeir keyptu hjól, en nú séu menn að kaupa hjól sem farartæki. Hann segir að flutningskostnaður hafi tvöfaldast frá hruni og kaupverð hafi jafnt og þétt hækkað. Þetta hafi að sjálfsögðu mikil áhrif á verðið.

Jón Pétur Jónsson, framkvæmdastjóri Arnarins, segir ekki annars að vænta en að verðið hækki þegar gengi krónunnar falli svona mikið. Verð erlendis sé líka á uppleið.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert