Aðgerðir vegna hvalveiða

Hvalveiðiskip Hvals hf. í Reykjavíkurhöfn.
Hvalveiðiskip Hvals hf. í Reykjavíkurhöfn. mbl.is/ÞÖK

Banda­ríkja­stjórn er í þann veg­inn að til­kynna um hugs­an­leg­ar refsiaðgerðir gagn­vart Íslandi vegna hval­veiða Íslend­inga.

AP frétta­stof­an hef­ur eft­ir ónafn­greind­um banda­rísk­um emb­ætt­is­mönn­um, að rík­is­stjórn Baracks Obama, Banda­ríkja­for­seta, muni vísa til banda­rískra laga, sem heim­ila for­set­an­um að grípa til aðgerða gegn er­lend­um ríkj­um eða rík­is­borg­ur­um, sem fara ekki eft­ir alþjóðleg­um samn­ing­um. 

Um er að ræða svo­nefnt Pelly ákvæði, en sam­kvæmt því á viðskiptaráðherra Banda­ríkj­anna að gefa út staðfest­ingu til Banda­ríkja­for­seta á því að hann telji að ríki stundi veiðar á sjáv­ar­dýr­um sem grafi und­an friðun­ar­mark­miðum alþjóðasam­taka og dragi úr virkni þeirra. For­seti Banda­ríkj­anna hef­ur heim­ild til að beita inn­flutn­ings­banni á fiskaf­urðir viðkom­andi ríkja eft­ir að staðfest­ing­arkær­an ligg­ur fyr­ir en hann hef­ur einnig heim­ild til að aðhaf­ast ekk­ert.

AP hef­ur eft­ir emb­ætt­is­mönn­um,  að Banda­ríkja­stjórn hafi einkum áhyggj­ur af veiðum Íslend­inga á langreyðum og út­flutn­ingi á hvala­af­urðum til Jap­ans og fleiri landa.  

Eng­ar veiðar hafa farið fram á langreyðum í sum­ar en Hval­ur hf. til­kynnti ný­lega að end­an­leg ákvörðun verði tek­in í ág­úst hvort veitt verði í ár. Hrefnu­veiðimenn höfðu á mánu­dag veitt 38 dýr í sum­ar. 

Don­ald Evans, þáver­andi viðskiptaráðherra Banda­ríkj­anna, sendi árið 2004 staðfest­ing­arkæru á grund­velli Pelly-ákvæðis­ins til Geor­ges W. Bush, þáver­andi for­seta.  Taldi Evans að Íslend­ing­ar græfu und­an friðun­ar­mark­miðum Alþjóðahval­veiðiráðsins með því að ákveða að hefja hval­veiðar í vís­inda­skyni að nýju. For­set­inn aðhafðist hins veg­ar ekki í kjöl­farið.

Banda­ríkja­stjórn hef­ur einnig beitt Pelly-ákvæðinu ít­rekað gagn­vart Norðmönn­um vegna hval­veiða þeirra en aldrei gripið til beinna refsiaðgerða.

Grafið und­an hval­veiðibanni

AP hef­ur eft­ir ónafn­greind­um emb­ætt­is­manni hjá banda­rísku sjáv­ar- og veðurfars­stofn­unni, NOAA, að tak­ist Íslend­ing­um að koma á milli­ríkjaviðskipt­um með hval­kjöt að nýju muni það grafa und­an hval­veiðibanni Alþjóðahval­veiðiráðsins. Fleiri þjóðir muni þá að öll­um lík­ind­um hefja hval­veiðar að nýju þótt hvala­stofn­an­irn­ir hafi ekki enn náð sér eft­ir of­veiði á síðustu öld.

Meðal þeirra er að banna ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um, sem tengj­ast hval­veiðunum, að flytja fiskaf­urðir til Banda­ríkj­anna. Þá verði Obama einnig hvatt­ur til að grípa til ým­is­kon­ar diplóma­tískra aðgerða, jafn­vel að banda­rísk­ir emb­ætt­is­menn neiti boðum um op­in­ber­ar heim­sókn­ir til Íslands.

Þá gætu sendi­menn einnig dregið sig út úr ým­is­kon­ar sam­starfi þjóðanna, svo sem á norður­slóðum.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert