Átján kröfur á mann

Gott er að hafa skjól.
Gott er að hafa skjól. mbl.is/Árni Sæberg

Meðalfjöldi krafna á hvern þann sem sótti um greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara á síðasta ári var 18. Meðaltalið segir ekki til um fjölda kröfuhafa, en í sumum tilfellum lýsir sami lánardrottinn mörgum kröfum á hendur einum umsækjanda.

Samkvæmt upplýsingum frá umboðsmanni getur fjöldi krafna aukist þegar lýst er eftir kröfum.

Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag segir, að verulega hafi hægt á umsóknum um greiðsluaðlögun frá mánaðamótum. Það sem af er júlí hefur að meðaltali borist ein umsókn á dag.

Um síðastliðin mánaðamót lauk því fyrirkomulagi að greiðslufrestun tæki gildi við það að umsækjandi sækti um, en nú tekur frestunin gildi þegar umsókn hefur verið samþykkt. Sprenging varð í umsóknum í síðasta mánuði, en þá bárust 743 umsóknir um greiðsluaðlögun. Alls hafa embættinu borist 3.618 umsóknir, og 1.298 málum verið lokið við síðustu talningu. Af þeim hefur 37 málum verið lokið með samningi, en 1.053 mál eru í samningsferli við kröfuhafa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert